Í dag 8.nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Grænn er litur verndarans á eineltishringnum og þess vegna voru nemendur og starfsmenn hvattir til að klæðast einhverju grænu í tilefni dagsins. Vendarinn er á móti einelti og reynir að hjálpa þolendum og þykir liturinn styðja við áætlunina gegn einelti. Meginmarkmið þessa dags, er að stuðla að jákvæðri umræðu og koma vel fram við náungan. Í dag var lögð áhersla á að vinna gegn einelti og vera vinir. Nemendur fóru í hópefli, ratleik, fræðslu, kahoot, þrautir og söngstund. Auk þess föndruðu allir nemendur í skólanum lauf með jákvæðum skilaboðum sem hengd voru á vinartré í matsal skólans. Í lok dags sameinuðust nemendur í söng í salnum og sungu ljóðið Ekkert einelti sem Guðmann kennari Þorvaldsson samdi við lagið Furðuverk.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is