Nemendur skulu mæta í íþróttir og sund nema gildar ástæður liggi þar að baki. Ef nemandi getur ekki sótt íþrótta- eða sundtíma t.d. eftir veikindi fer hann á bókasafn skólans og nýtir tímann t.d. til heimanáms.
Nemandi sem getur ekki sótt íþrótta- og/eða sundtíma í tvær vikur eða lengur skilar inn vottorði til ritara skólans.
Ef nemandi er slasaður geta forráðamenn haft samband við íþróttakennara og nemandi getur jafnvel gert æfingar sem henta í íþróttatímanum.