Ef nemandi veikist, ber foreldri/forráðamanni að tilkynna það til skólans á hverjum degi meðan á veikindum stendur.
Hægt er að tilkynna slíkt í gegnum Mentor eða með því að hringja í símanúmer skólans: 470 9150. Tekið er við veikindatilkynningum á milli kl. 07:50 og 08:10.
Þegar um veikindi umfram tíu daga er að ræða á skólaárinu getur skólinn krafist vottorðs frá lækni.
Ef nemandi þarf að vera inni í frímínútum eftir veikindi þurfa foreldrar/forráðamenn einnig að hafa samband vegna þess.