Við skólann starfar nemendaverndarráð samkvæmt reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum.
Samkvæmt reglugerðinni er hlutverk nemendaverndarráðs "að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Samstarfið getur verið bæði vegna einstakra nemenda og forvarnarstarfs."
Sigrún Traustadóttir, Skólastjóri
Jóhanna Rut Stefánsdóttir, yfirþroskaþjálfi
Alma Sigurbjörnsdóttir, sálfræðingur
Sigríður Stephensen Pálsdóttir, félagsráðgjafi
Sara Löye , hjúkrunafræðingur
Ráðið fundar reglulega yfir skólaárið.