Áratuga farsælu starfi Skólaskrifstofu Austurlands lauk 31. júlí 2021, en gengið hafði verið frá því að sveitarfélögin, Fjarðabyggð og Múlaþing tækju við starfsemi skólaþjónustunnar frá 1. ágúst. Skólaþjónustan í Fjarðabyggð er nú hluti af starfsemi Fjölskyldusviðs Fjarðarbyggðar, en talmeinaþjónusta er keypt af Múlaþingi. Skólaþjónustan er skipuð eftirtöldum starfsmönnum:
Starfsemi skólaþjónustu sveitarfélaga er skilgreind í 40. gr. grunnskólalaga nr. 917 2008 og í 21. gr. leikskólalaga nr. 90 2008 og kveðið er á um nánari útfærslu í reglugerð nr. 444 2019. Hlutverk og markmið með starfsemi skólaþjónustunnar koma fram í 2. gr. reglugerðarinnar:
Mikið og náið samstarf er innan Fjöslkyldusviðs og eitt samstarfsverkefnið sem starfsmenn Skólaþjónustunnar taka þátt í er Sprettur, þverfaglegt teymi sérfræðinga Fjölskyldusviðs og HSA. Um er að ræða nærþjónustu, sem veitt er í húsnæði leik- og grunnskólanna í öllum byggðarkjörnum í Fjarðabyggð. Verkefni Spretts eru í anda nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Verklag er varðar beiðnir um aðstoð Skólaþjónustunnar er það sama og var hjá Skólaskrifstofu Austurlands. Bent er á að enn er heimasíða Skólaskrifstofu Austurlands, skolaust.is, aðgengileg og þar má finna margt gagnlegt efni fyrir foreldra og starfsfólk skóla.
Þóroddur Helgason, fræðslustjóri