Námsráðgjöf 2023-2024
Aníta Ösp Ómarsdóttir gegnir hlutverki námsráðgjafa við skólann.
Hlutverk námsráðgjafa:
- Að standa vörð um velferð nemenda.
- Allt sem snertir velferð nemenda og stuðlar að vellíðan þeirra bæði í skólanum og utan hans tengist starfi námsráðgjafans.
- Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður og aðstoðar þá við að leita lausna í sínum málum.
Þjónusta námsráðgjafans stendur öllum nemendum skólans og foreldrum þeirra til boða, hvort sem erindið er stórt eða smátt.
Af hverju námsráðgjöf
Af hverju ættir þú að leita til námsráðgjafa?
- Þú veist ekki hvernig þú átt að skipuleggja heimanámið
- Þér finnst þú muna illa það sem þú lest
- Þú þarft að skipuleggja tíma þinn betur
- Þú hefur dregist aftur úr náminu
- Þér gengur ekki nógu vel í einhverri námsgrein
- Þú veist ekki hvaða námsbraut í framhaldsskóla þú átt að velja
- Þér leiðist í skólanum
- Þig langar ekki til að fara í skólann
- Þú ,,nennir” ekki að læra heima
- Þér gengur illa að fylgjast með í tímum
- Þú ert hrædd(ur) um að falla
- Þér gengur illa að fara á fætur á morgnana
- Þú átt í erfiðleikum með einkalífið
- Þér líður mjög illa í prófum
- Þú ert kvíðin(n) eða líður illa
- Þú hefur áhyggjur af vini þínum – hvert átt þú að leita?
- Þig langar að spjalla um skólalífið
Og ýmislegt fleira