HÚSVÖRÐUR VIÐ ESKIFJARÐARSKÓLA

HÚSVÖRÐUR VIÐ ESKIFJARÐARSKÓLA

Staða húsvarðar við Eskifjarðarskóla er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu er fellst í umsjón með húsnæði og lóð skólans. Um er að ræða tímabunda ráðningu til 30. júní með möguleika á áframhaldandi starfi.

Leitað er að starfsmanni sem er reiðubúinn að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks sem innir af hendi skemmtileg og krefjandi störf með nemendum skólans.

Helstu verkefni:

  • Eftirlit með húsnæði, húsbúnaði og skólalóð.
  • Opna grunnskóla að morgni og loka að kvöldi.
  • Annast smærri lagfæringar og viðhald á skólahúsnæði.
  • Sjá um að aðgengi að húsnæði skólans sé viðunnandi.
  • Sinna gæslu nemenda í frímínútum.
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu húsvarðar

Hæfnikröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi er æskileg, s.s. iðnmenntun.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð samvinnu- og samskiptahæfni.
  • Jákvæðni og áhugi á að vinna með börnum.
  • Frumkvæði í starfi

Starfslýsing húsvarða í grunnskólum Fjarðabyggðar

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttafélags

Umsækjendur af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 6. febrúar

Allar nánari upplýsingar gefur  Sigrún Traustadóttir skólastjóri  Eskifjarðarskóla í síma 4709151  eða 8688485. Einnig á netfanginu sigrun@skolar.fjardabyggd.is

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar starf.fjardabyggd.is með því að smella hér.