Nemendur 10. bekkjar við Eskifjarðarskóla urðu í 2. sæti í Fjármálaleikunum.
Í ár tóku tæplega 800 nemendur þátt í 32 grunnskólum víðsvegar á landinu. Mikil keppni var um efstu sætin og stóðu margir skólar sig mjög vel.
Markmiðið með keppninni er að hvetja sem flesta nemendur til að spreyta sig á skemmtilegum spurningaleik um fjármál.
Nemendur fengu 100.000 kr í peningaverðlaun og ætla að gefa upphæðina til Barnaspítala Hringsins.
Við óskum 10. bekknum okkar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Nánar um úrslitin og fjármálaleikana er að finna hér.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is