Nýsköpunarkeppni í sjávarútvegi 2021

Nemendur í 9.bekk í Eskifjarðarskóla tóku þátt í nýsköpunarkeppni í sjávarútvegi.

Verkefnið var unnið í samstarfi við Austurbrú, Verkmenntaskóla Austurland og Matís. Grunnskóli Reyðarfjarðar og Nesskóli tóku einnig þátt í keppninni. Tilgangurinn með keppninni var að vekja áhuga ungs fólks á tækifærum í sjávarútvegi. Nemendur fengu sex vikur til að undirbúa kynningu og hugmynd. Allir hópar fengu sama hráefni til að vinna með en um er að ræða kvarnir úr kolmunna. Á undirbúningstímanum fræðslu frá mentorum úr atvinnulífinu og fengu kennslu um uppsetningu á sölukynningu hugmyndar eða lokaafurðar.

Verðlaunaafhending var í Múlanum í Neskaupstað 2.október. 

Sigurvegarar í nýsköpunarkeppninni 2021:

  1. Nesskóli

  2. Eskifjarðarskóli

  3. Nesskóli

 

Hulda Lind Sævarsdóttir í 9.bekk lenti í öðru sæti. Hugmyndin hennar var að nýta fiskikvarnir sem áburð fyrir grænmeti og jarðveg. Til hamingju Hulda!