Það verða vordagar hjá okkur nú í lok skólaársins. Hefðbundinni kennslu lýkur þriðjudaginn 26. maí og við taka þrír útivistardagar þar sem hvert stig fer á ferðina og nýtur skemmtilegra daga úti við. Það er margt í gangi, hjólaferðir, gönguferðir, fjöruferðir, sauðburður, laxeldisfræðsla, listasmiðjur, sund og svo mætti lengi telja. Við vonum að veðrið leiki við okkur á góðum dögum.
Skólaslit 10. bekkjar verða fimmtudaginn 28. maí kl. 18:00 en daginn eftir kveðjum við síðan 1. - 9. bekk að aflokinni grillveislu í hádeginu. Þá tekur sumarið við nemendum okkar en starfsdagar hjá starfsfólki skólans við frágang og skipulag næsta vetrar.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is