Fréttir & tilkynningar

17.10.2025

Rýmingaræfing í Eskifjarðarskóla

Um var að ræða reglulega rýmingaræfingu sem tókst með ágætum. Þegar slíkt er æft er farið eftir ákveðnu skipulagi og allir safnast saman úti á sparkvelli. Æfingin gekk mjög vel og tók afar stuttan tíma að rýma skólann og allir fóru eftir rýmingaráætlun skólans.