Fyrsti leggur ferðarinnar var yfir í Neskaupstað þar sem komið var um hádegisbil. Síðan var siglt út Norðfjörðinn, séð inn í Hellisfjörð og Viðfjörð á leiðinni út að Barðsnesi. Síðan var farið framhjá Norðfjarðarnípunni. Komið var í Mjóafjörð um kl. 14:00 þar sem kveikt hafði verið í grillinu. Í Mjóafirði fengu nemendur leiðsögn um þorpið á Brekku og komið var við í fjárhúsinu. Þar voru komin lömb sem vöktu mikinn áhuga. Lagt var af stað heim um kl. 16:30 og komið rétt upp úr kl. 18:00. Frábær dagur í góðu veðri.
Kristjana Guðmundsdóttir kennari fór með hópnum og tók myndirnar sem fylgja með fréttinni.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is