Allir nemendur í 7.bekk í grunnskólum Fjarðabyggðar fóru í fræðslu- og skemmtiferð til Mjóafjarðar.
Nemendur fóru í siglingu með áætlunarbátnum Björgvin yfir að Reykjum þar sem fuglalíf var skoðað og klettavör sem nýtt var sem lendingarstaður. Nemendur fengu einnig fræðslu um staðinn og sögu hans og fóru í heimsókn í fiskverkun Ernu Ólafar Ólafsdóttur og Sævars Egilssonar þar sem þau fengu fræðslu um verkunina.
Krakkarnir komu glöð og sæl heim eftir frábæra ferð.
Sjá nánar á heimsíðu Fjarðabyggðar.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is