Á dögunum fannst dauð mús fyrir utan skólann. Raggi líffræðikennari skoðaði músina gaumgæfilega í líffræðitíma hjá 9. bekk með hjálp tölvusmásjár.
Fyrir utan það hversu spennandi var að skoða músina fundust ýmis smádýr á henni með hjálp smásjárinnar, s.s. fló, mítill og agnarsmátt smádýr sem hugsanlega er lús. Krakkarnir voru mjög spenntir fyrir þessu enda mjög áhugavert að fá að upplifa líffræðina á þennan hátt.
Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá fló.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is