Á fimmtudaginn 10. apríl var haldinn skemmtilegasti og flottasti viðburður skólaársins. Nemendur 9. bekkjar sáu um að skreyta og undirbúa salinn að vanda en þemað í ár var Sumarsæla. Við kunnum þeim hinar bestu þakkir fyrir það. Hátíðin hófst á borðhaldi og boðið upp á veislumat. Hver bekkur hafði undirbúið skemmtiatriði, nemendaráðið með myndband og nemendur í 10. bekk fluttu annál og afhentu viðurkenningar eins og tíðkast hefur. Í ár voru söngatriði frá Hafsteini, Nönnu, Angelu, Nicolas, Söru, Selmu, Maríu og Heklu, Salome og Katrínu auk atriða frá kennurum. Við þökkum nemendum sérstaklega fyrir þeirra framlag til hátíðarinnar. Hátíðin lauk með dansi þar sem DJ Launung þeytti skífum.
Hægt er að sjá myndir frá hátíðinni hér
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is