Bókagjöf frá foreldrafélagi Eskifjarðarskóla

Skólaárið 2024-2025 ætla Arndís Bára Pétursdóttir, Aníta Ösp Ómarsdóttir og Friðrik Á. Þorvaldsson íslenskukennarar á unglingastigi að prófa nýja leið í bókmenntakennslu.

Þau munu skipta nemendum bekkjanna þriggja í þrjá hópa og yfir skólaárið munu nemendur lesa eina bók á hverju tímabili. Skólaárinu er skipt í þrjú tímabil svo yfir skólaárið mun hver nemandi lesa þrjár bækur. 

Sögurnar gerast á ólíkum tímabilum. Fyrsta bókin er Strákurinn í röndóttu náttfötunum eftir John Boyne. Önnur bókin er Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur og sú þriðja er Korku saga eftir Vilborgu Davíðsdóttur.

En til að geta gert bókmennta kennslu sem þessa að veruleika þurfti að kaupa bekkjarsett af tveimur af þremur þessara bókatitla. Við vorum svo lánsöm að fá þessi tvö  bekkjarsett að gjöf frá Foreldrafélagi Eskifjarðarskóla. 

Afhending bókanna var fimmtudaginn 22.ágúst. Sigrún Traustadóttir, skólastjóri Eskifjarðarskóla tók við bókunum frá Elísabetu Ólöfu Ásbjörnsdóttur formanni foreldrafélags Eskifjarðarskóla. 

Myndin er tekin við þetta góða tilefni. 

 

Við þökkum foreldrafélagi Eskifjarðarskóla kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.