Nemendur 5. bekkjar gengu þá í hús og söfnuðu peningum hjá bæjarbúum fyrir ABC barnahjálp, til styrktar fátækum börnum í Afríku og Asíu. Söfnunin er ómetanleg fyrir starfsemi ABC barnahjálpar. Á síðasta ári var byggð ný skólabygging í Kenýa fyrir peningana sem söfnuðust þá.
Þegar nemendur komu með baukana að lokinni söfnun voru þeir níðþungir. Umsjónarkennari þeirra, Kristjana Guðmundsdóttir, fór með baukana í bankann og þá kom í ljós að alls höfðu nemendur safnað 84.620. Glæsilegt framtak!
Í dag fengu nemendur viðurkenningarskjöl fyrir árangurinn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is