Dagar myrkurs

Nemendur spila Ólsen ólsen.
Nemendur spila Ólsen ólsen.

Í dag 30.október var allt starfsfólk og nemendur svartklædd og með vasaljós í tilefni daga myrkurs. Hrönn Reynisdóttir ritari skólans orti ljóð í tilefni dagsins:

Ég heyri í rökkrinu undarleg hljóð

í æðunum finn ég frjósa mitt blóð

eitthvað er þakið að bursta,

ég sit alveg grafkyrr og hlusta. 

 

Það er bara haustsins hrímkalda hönd

sem strýkur um stafna og glugga.

Svei, ég er hædd við minn eigin skugga.

 

- Hrönn Reynisdóttir.


Það er árlegur viðburður í Eskifjarðarskóla að nemendur skólans spili saman Ólsen ólsen í lok október. Venjan er að eldri nemendur spili á móti yngri nemendum og skipt reglulega um mótspilara. Í dag spiluðu um 150 nemendur þar sem mikil keppnisharka var í mörgum en gleðin og kætin voru þó alltaf í fyrirrúmi.