Síðasta föstudag, 1. nóvember, héldum við upp á Daga myrkurs í Eskifjarðarskóla. Nemendur og starfsfólk mættu í dökkum eða svörtum fötum í tilefni dagsins. Yngstu nemendur fengu tækifæri að lýsa upp skólann í skólabyrjun með vasaljósum en ekki var kveikt á ljósum. Nemendur fengu að lesa við rökkur og nýta vasaljósin sín. Lærdómur dagsins var tileinkaður verum sem búa í myrkrinu. Það er árlegur viðburður í Eskifjarðarskóla að nemendur skólans spili saman Ólsen ólsen í lok október eða á dögum myrkurs. Venjan er að eldri nemendur spili á móti yngri nemendum og skipt reglulega um mótspilara. Í dag spiluðu um 140 nemendur þar sem mikil keppnisharka var í mörgum en gleðin og kætin voru þó alltaf í fyrirrúmi.
Á fimmtudaginn, 31. október, var haldið upp á Hrekkjavöku og nemendur mættu í búning í skólann. Margir bekkir tóku þátt í að skreyta stofurnar með hryllilegum skreytingum.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is