Á vordögum tóku skólinn og Eskja höndum saman við eflingu á tæknikennslu innan skólans. Skólinn fór yfir hvað þyrfti til þess og úr varð að Eskja ákvað að færa skólanum allan búnaðinn að gjöf. Búnaðurinn styður allur við forritunarkennslu, Osmo, Sphero-kúlur og vélmennin Cue og Dash. Til þess að styðja við þetta verður upplýsingatækni kennd tvisvar í viku í öllum bekkjum. Þar mun forritun eiga stóran sess.
Erna Þorsteinsdóttir stjórnarformaður Eskju kom í skólann á föstudaginn og afhenti tækin. Nemendur í 8. bekk tóku á móti þeim fyrir hönd skólans. Þetta er afar mikilvægt skref til framtíðar og þökkum við Eskju innilega fyrir þessa frábæru gjöf.
Á myndunum má sjá nemendur í 8. bekk með tækin og Birgi Jónsson, skólastjóra þakka Ernu Þorsteinsdóttur fyrir gjöfina.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is