Fjölgreindaleikar 2024

Mynd eftir gervigreind.
Mynd eftir gervigreind.

Þann 1. og 2. október voru skemmtilegir þemadagar hjá okkur í Eskifjarðarskóla, sem að þessu sinni voru Fjölgreindaleikar. Í boði voru allskonar þrautir og tíu smiðjur þar sem að nemendur á ólíkum aldri unnu saman að lausn verkefna sem reyndi á allar greindir mannskepnunnar. Nemendum var skipt upp í 10 hópa frá 1. til 10. bekk. Í öllum hópum voru leiðtogar úr 9. og 10. bekk sem héldu utan um hópinn og stóðu þeir sig með prýði. Við byrjuðum Fjölgreindarleikana á söngstund þar sem við sungum og dönsuðum. Við enduðum Fjölgreindaleikana á Jenka dansi á gervigrasvellinum og gengum saman skólahringinn. Það voru allir sammála um að þessir leikar hefðu tekist með afbrigðum vel.