Þann 1. og 2. október voru skemmtilegir þemadagar hjá okkur í Eskifjarðarskóla, sem að þessu sinni voru Fjölgreindaleikar. Í boði voru allskonar þrautir og tíu smiðjur þar sem að nemendur á ólíkum aldri unnu saman að lausn verkefna sem reyndi á allar greindir mannskepnunnar. Nemendum var skipt upp í 10 hópa frá 1. til 10. bekk. Í öllum hópum voru leiðtogar úr 9. og 10. bekk sem héldu utan um hópinn og stóðu þeir sig með prýði. Við byrjuðum Fjölgreindarleikana á söngstund þar sem við sungum og dönsuðum. Við enduðum Fjölgreindaleikana á Jenka dansi á gervigrasvellinum og gengum saman skólahringinn. Það voru allir sammála um að þessir leikar hefðu tekist með afbrigðum vel.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is