Heilsudagur haustannnar var haldinn í dag, 5.september.
Veðrið var með besta móti og það gerði daginn enn betri.
1.-4. bekkur mættu við sundlaugina. Þau byrjuðu daginn í sundi, fóru svo í leiki á Eskjuvelli, labbaði út í skóla og enduðu daginn á hoppubelgnum og á skólavellinum.
5.-7. bekkur mættu á hjólum með hjálm. Þau byrjuðu daginn í hjólaþraut á bílastæði fyrir neðan skólann. Þau hjóluðu svo með viðkomu á nokkrum stöðum að Óskafossi. Þar voru grillaðar pylsur, borðuð ber og gengið bak við fossinn.
8.-10. bekkur tóku þátt í Heilsuleikunum. Þar var meðal annars keppt í amerískum fótbolta og í kraftakeppni.
Myndir frá deginum má finna hér.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is