Við áttum skemmtilega stund með íbúum Hulduhlíðar þann 13. nóvember. Þá lásu nemendur 7. bekkjar valin, gömul og góð ljóð fyrir eldra fólkið sem tók vel á móti nemendum. Við höfðum líka með okkur tónlistarnemendur úr 7. - 8. bekk sem fluttu falleg lög fyrir fólkið. Þetta var yndisleg stund. Það er ætlun okkar að heimsækja Hulduhlíð mánaðarlega, þetta gefur nemendum okkar svo mikið, dýrmæta reynslu að koma fram og flytja æft efni fyrir aðra sem njóta.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is