Nemendur 10. bekkjar heimsóttu Laxa fiskeldi á fallegum apríldegi. Starfsmenn kynntu nemendum starfsemina og siglt var að kvíunum og starfsemin skoðuð frá öllum hliðum. Það var vel tekið á móti krökkunum og kunnum við starfsmönnum Laxa kærar þakkir fyrir að gera heimsóknina eftirminnilega. Það skemmdi ekki fyrir að dagurinn var stilltur og sólríkur. Það voru þegar nokkrir í nemendahópnum sem sýndu mikinn áhuga að starfa við spennandi en krefjandi störf við laxeldið þegar tækifæri biðist. Heiður Dögg Vilhjálmsdóttir náttúrufræðikennari bekkjarins og Friðrik Þorvaldsson umsjónarkennari voru svo heppin að fá að fljóta með.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is