Í dag bauð 6. bekkur börnunum af elstu deild leikskólans, Snillingadeild, í hátíðlegt bókabíó. Viðburðurinn var liður í því að efla samskipti milli skólastiga og skapa skemmtilega og lærdómsríka upplifun fyrir alla.
Á dagskránni var upplestur úr bókinni Einstakt jólatré eftir Benný Sif, rithöfund sem á rætur að rekja til Eskifjarðar. Textinn úr bókinni var skipt niður á nemendur í 6. bekk, sem lögðu metnað í að æfa framsögn sína. Þau lögðu áherslu á að tala hátt og skýrt, líta upp og standa bein. Nemendur 6. bekkjar gáfu leikskólabörnunum litabók sem þeir höfðu sjálfir hannað sérstaklega fyrir viðburðinn. Þetta var einstök jólastund.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is