Jólin alls staðar

Síðustu tvo daga fyrir jólafrí (19 og 20. desember) voru þemadagar í skólanum sem báru heitið Jólin alls staðar. Á þessum þemadögum var nemendum skipt í 10 manna hópa þvert á bekki. Hver hópur ferðaðist svo á milli 10 smiðja þar sem ýmis verkefni voru unnin sem tengdust jólunum.
 
Meðal þess sem nemendur gerðu var að þeir teiknuðu, lituðu, spiluðu, fóru í spurningakeppni, hlustuðu á jólasögur, horfðu á jólamyndir, settu saman jólatré með miðum sem almenningur getur tekið, bökuðu og unnu gleðileg jól á mörgum tungumálum sem hengt var á jólatré.
 
Hluti af verkefnum nemenda er til sýnis í Kjörbúðinni, Hulduhlíð og í Sundlaug Eskifjarðar. Allir eru hvattir til þess að skoða og njóta vinnu nemenda.