Í dag hófst Kærleiksvikan sem Leiðtogaráð Eskifjarðarskóla heldur utan um, settur var upp Kærleiksveggur þar sem nemendur skólans setja upp kærleiksríkar kveðjur og falleg skilaboð sem vekja hjá þeim þakklæti og gleði.
Með Kærleiksvikunni vill Leiðtogaráðið hvetja til jákvæðrar hugsunar og efla jákvæð og góð samskipti.
Á miðvikudaginn verður svo rauður dagur í tilefni Kærleiksvikunnar og á föstudag áður en nemendur og starfsfólk fara í helgarfrí, fara bekkirnir í leiki með fulltrúum Leiðtogaráðs.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is