Samkvæmt lestrarstefnu skólans skal halda lestrarátök með reglulegu millibili. Nú í ársbyrjun var lestrarátaki hrundið af stað og er að einhverju leyti samtvinnað lestrarátaki Ævars vísindamanns. Lestrarátakið felst í því að nemendur á yngsta og miðstigi fá fígúru þegar ákveðnum mínútufjölda hefur verið náð. Á unglingastigi þurfa nemendur að lesa ákveðinn blaðsíðufjölda og fylla síðan út kökur í skífuriti þegar ákveðnum fjölda hefur verið náð. Nemendur hafa einnig fyllt út miða í átaki Ævars þegar þremur bókum er lokið.
Árangurinn hjá krökkunum hefur verið frábær og á föstudaginn verður átakinu formlega lokið með stuttri lokahátíð. Átakið hófst einmitt á stuttri upphafshátíð þar sem 2. bekkur las frumsamin ljóð. Á myndinni má sjá frá því.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is