Í dag lauk lestrarátakinu formlega með lokahófi. Á dagskrá lokahófsins voru fjölbreytt skemmtiatriði. 6. bekkingar sungu Snjókorn falla, Ólafía og Kolka úr 4. bekk, Katrín úr 3. bekk og Sigrún úr 9. léku jólalög, 7. bekkingar sögðu gleðileg jól á 24 tungumálum og Vilhjálmur úr 8. bekk las frumsamið ljóð.
Í lokin kom að aðalstundinni. Nemendur höfðu giskað á hversu margir miðar væru í lestrarkassanum. Alls voru 720 miðar í kassanum sem þýðir að hver nemandi las rúmlega 5 bækur á þessum 3 vikum sem er alveg frábær árangur.
Þeir sem komust næst því að giska á rétta tölu voru þeir Einar og Daníel í 8. bekk og fengu þeir nýju bókina hennar Hrannar í verðlaun.
Þegar allt var búið gæddu nemendur sér á smákökum sem þau hafa bakað síðustu vikur.
Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur í lestrarátakinu krakkar!
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is