Á dögunum fór Litla upplestrarkeppnin fram í skólanum. Keppnin er eins konar undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk. Meginmarkmið hennar er að nemendur flytji íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju og að þeir hafi vandvirkni og virðingu að leiðarljósi við flutninginn. Þeir þjálfast í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu.
Nemendur 4. bekkjar hafa æft í vetur undir leiðsögn umsjónarkennara síns, Fjólu Traustadóttur. Á lokahátíðinni komu nemendur fram og fluttu valda leskafla og ljóð og sungu lög fyrir foreldra og kennara. Þeir voru öruggir í allri framkomu og frábært að sjá árangurinn eftir æfingar vetursins.
Í lokin fengu allir þátttakendur viðurkenningu fyrir þátttökuna.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is