Litlu jólin voru haldin í skólanum síðastliðinn mánudag. Hver bekkur byrjaði í heimastofu sinni með svokölluð stofujól en síðan hittust nemendur úr 1.-6. í salnum á litlu jólunum.
Á dagskrá voru skemmtiatriði en hver bekkur hafði undirbúið atriði. Auk þess léku nemendur úr tónlistarskólanum jólalög.
Að því loknu var dansað í kringum jólatré og bættust fjórir jólasveinar fljótlega í hópinn. Þeir leystu börnin síðan út með eplum úr poka sínum.
Á fésbókarsíðu skólans má sjá myndir frá deginum.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is