Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2023

Mánudaginn 24.apríl var Stóra upplestarkeppnin haldin í Kirkju- og Menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Þar voru að keppa fulltrúar frá öllum skólum Fjarðabyggðar. Fyrir hönd Eskifjarðarskóla kepptu þau Hekla Bjartey Davíðsdóttir, María Rún Jensen og Róbert Darri Pálsson og stóðu þau sig öll með mikilli prýði.

Í fyrsta sæti var Styrmir Snorrason frá Nesskóla.

Í öðru sæti var Hekla Bjartey Davíðsdóttir frá Eskifjarðarskóla.

Í þriðja sæti var Sólný Petra Þorradóttir frá Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.

 

Við óskum þeim innilega til hamingju.

 

Í þessu myndalbúmi eru nokkrar myndir frá keppninni.