Þriðjudaginn 7. maí fengu nemendur 1.bekkjar hjálm að gjöf frá Eimskip, í samstarfi við Kiwanishreyfinguna á Íslandi.
Eimskip, í samstarfi við Kiwanishreyfinguna á Íslandi afhendir hjálma til allra barna í 1. bekk á Íslandi. Samstarf Kiwanis og Eimskips hefur staðið yfir frá árinu 2004 og hafa verið afhentir yfir 85.000 hjálmar á þessum 20 árum.
Ein af megináherslum Eimskips er að stuðla að öryggi og forvörnum, hvort sem er í leik eða starfi. Hjálmaverkefnið eitt af þeim verkefnum þar sem Eimskip kemur góðu til leiðar með því að stuðla að öryggi barna í umferðinni.
Hér má sjá mynd frá afhendingu hjálmanna.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is