Nemendur í 9.bekk í Eskifjarðarskóla tóku þátt í nýsköpunarkeppni í sjávarútvegi.
Verkefnið var unnið í samstarfi við Verkmenntaskóla Austurland og Matís. Nesskóli, Eskifjarðarskóli og Grunnskólinn á Fáskrúðsfirði tóku þátt í keppninni. Tilgangurinn með keppninni var að vekja áhuga ungs fólks á tækifærum í sjávarútvegi. Nemendur fengu sex vikur til að undirbúa kynningu og hugmynd. Allir hópar fengu sama hráefni til að vinna með en um er að ræða þara og þang. Á undirbúningstímanum fræðslu frá mentorum úr atvinnulífinu og fengu kennslu um uppsetningu á sölukynningu hugmyndar eða lokaafurðar. Nemendur úr 9. bekk sendu frá sex verkefni/hugmyndir í keppnina.
Verðlaunaafhending var á Tæknidegi fjölskyldunnar 1. október og Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, veitti verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin,
Sigurvegarar í nýsköpunarkeppninni 2022:
Nesskóli - Þaraplast
Nesskóli - Þara- og birkikrydd
Eskifjarðarskóli - Þaramálning
Anna Margrét Ragnarsdóttir og Kolka Dögg Ómarsdóttir í 9. bekk lentu í þriðja sæti. Þeirra hugmynd var að nýta þara og þang í lífræna málningu, Til hamingju Anna og Kolka.
Hér er hægt að sjá öll verkefnin sem komu frá Eskifjarðarskóla.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is