Það er árlegur viðburður að allir nemendur skólans spili saman Ólsen ólsen. Á föstudaginn spiluðu um 140 manns í einu ólsen ólsen og höfðu mjög gaman að. Við skiptum oft um mótspilara og þannig kynnast eldri og yngri nemendur okkar betur. Það er mikil keppnisharka í mörgum en gleðin og kætin voru þó alltaf í fyrirrúmi. Við spiluðum í eina kennslustund og eftir það gengu nemendur ánægðir aftur til sinnar vinnu. Það var þó greinilegt að margir voru tilbúnir að spila lengur enda hugur í mörgum í spilunum.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is