Olsen olsen dagur

Dagurinn er hefð innan skólans. Nemendur úr öllum bekkjum hittast og spila Olsen Olsen í eina kennslustund. Spilað er í stuttum lotum og síðan færa nemendur sig á milli þannig að hver nemandi fær nokkra mótspilara.

Allir höfðu mjög gaman af. Til dæmis mátti sjá nemendur úr 1. bekk spila við 10. bekkinga og mátti ekki á milli sjá í þeim viðureignum.