Miðvikudaginn 14.febrúar 2024 var öskudagur og héldum við í hefðina og héldum uppbrotsdag með hinum ýmsu viðburðum.
Öskudagurinn hófst á söngstund á sal. Að henni lokinni var Olsen Olsen spilastund. Því næst var myndataka, leikir og andlitsmálun.
Að því loknu var farið í bæjarferð þar sem hópar fóru í gönguferð í fyrirtæki, sungu og fengu nammi að launum fyrir.
Þegar nemendur komu aftur úr bæjarferð var kötturinn slegin úr tunnunni. Nemendur fóru að loknum öskudegi í vetrarfrí.
Við þökkum fyrirtækjum á Eskifirði og nágrenni fyrir að taka á móti okkur.
Myndir frá deginum má sjá hér og hér er myndaalbúm af heimasíðunni Öskudagur 2024.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is