Öskudagurinn

Frumlegir og flottir búningar
Frumlegir og flottir búningar

Það var mikið fjör í skólanum að venju á öskudaginn. Nemendur komu uppáklæddir í alls konar búninga, heimatilbúna og aðkeypta. Nemendur lögðu svo út í vetrarveðrið og sungu sér til hita og fengu góðgæti í pokann sinn að launum. Nemendur komu svo allir saman og slógu köttinn úr tunnunni. Við veittum frumlegum búningum viðurkenningar og erfitt var að velja úr hugvitssamlegum búningum. Það var svo sannarlega fjör þennan daginn.