Miðvikudaginn 17. febrúar er öskudagurinn og verður hann haldinn hátíðlegur hjá okkur í skólanum þó svo að það verði með aðeins öðru móti en venjulega. Nemendur koma Ekki til með að fara út í bæ til þessa að syngja þetta árið en hin ýmsu fyrirtæki í sveitarfélaginu ætla að senda okkur nammi og annað góðgæti til þess að afhenda krökkunum í lok dags. Hefðbundið skólahald verður til klukka 10 en þá fer í gang alls konar skemmtilegt hópastarf á hverju stigi. Skóladeginum lýkur kl. 13:00 en Dvölin verður opin samkvæmt venju. Við hvetjum alla til þess að koma í búningum og eldri nemendur verða þeim yngri til aðstoðar við andlitsmálun. Fimmtudaginn 18. febrúar og föstudaginn 19. febrúar er vetrarfrí í skólanum.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is