Öskudagurinn 2025

Í dag er öskudagur sem er að mati margra, skemmtilegasti dagur ársins. Nemendur gengu á milli fyrirtækja í blíðskaparveðri og sungu og fengu að launum sælgæti og aðrar góðar gjafir. Fyrirtækjaeigendum eru færðar miklar þakkir fyrir þeirra ómetanlega framlag við að gera þennan dag ánægjulegan. Eftir göngu var brugðið á leik á sparkvellinum þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni.

 

Myndir frá öskudegi.