Síðustu dagarnir

Nú er farið að styttast í skólaárinu hjá okkur. Í dag er síðasti hefðbundni skóladagurinn og næstu tvo daga taka vordagar við. Þá fara nemendur út úr skólanum og njóta menningar og útivistar. Hvert stig hefur skipulagt dagskrá.

Yngsta stig (1.-4. bekkur)

Á morgun, miðvikudag, verður farið í stöðvavinnu þar sem m.a. verður farið í leiki og listsköpun. Á fimmtudeginum fara nemendur í menningarferð í Egilsstaði þar sem farið verður á Minjasafn Austurlands og sýningar skoðaðar.

Miðstig (5.-7. bekkur)

Á morgun, miðvikudag, fara nemendur í menningarferð í Egilsstaði þar sem farið verður á Minjasafn Austurlands og sýningar skoðaðar. Þaðan er haldið á álverssvæðið í heimsókn til slökkviliðsins. Þegar því er lokið er haldið upp í skóla. Á fimmtudeginum verður farið í heimsókn til Eskju og Egersund. Eftir það farið í leiki.

Elsta stig (8.-10. bekkur)

Á morgun, miðvikudag, byrja nemendur daginn á því að fara út í sveit með rútu og plokka rusl. Þegar því er lokið verður farið í leiki. Á fimmtudaginn fara nemendur í stöðvavinnu þar sem m.a. verður farið á sjó, farið í hjólaþrautir og slökkvilið og lögregla heimsótt.

Á miðvikudaginn stendur dagskráin frá 8:00-12:00 en þá fara nemendur í mat og heim að því loknu. Nemendur yngsta stigs eru í skólanum til 13:15.

Á fimmtudaginn hefst dagskráin kl. 8:00 en þegar dagskrá lýkur koma nemendur í skólann í pylsupartý. Að því loknu, um kl. 13:00 fara þeir í stofur sínar þar sem umsjónarkennarar afhenda nemendum í 1.-9. bekk vitnisburð ársins. Foreldrar og aðstandendur eru boðnir velkomnir í pylsupartýið og einkunnaafhendinguna.

Dvölin er opin eins og venjulega fyrir þá sem þar eru.

Útskriftarhátíð nemenda í 10. bekk fer fram fimmtudagskvöldið 31. maí kl. 18:00 í sal skólans. Samhliða verður skólanum slitið. Foreldrar og aðstandendur eru boðnir velkomnir á hátíðina.