Síldarsmakk í Eskju

Á miðvikudaginn, 17. desember, fóru 8. og 9. bekkur í skemmtilega heimsókn í Eskju í síldarsmakk á jólasíldinni. Flestir nemendur smökkuðu síldina og síðan áttu sér stað skemmtilegar umræður um bragð og áferð. Í eftirrétt var boðið upp á dýrindis jólakökur og djús. Það fóru því allir saddir og sælir heim.

 

Sjá myndir hér.