Skólahald fimmtudaginn 6. febrúar 2025

Veðurútlitið hefur versnað og nú hefur verið gefin út RAUÐ VIÐVÖRUN VEGNA VEÐURS Á Austfjörðum og gildir hún frá kl. 20:00 í kvöld, miðvikudag til klukkan 04:00 aðfaranótt fimmtudags og svo aftur í fyrramálið frá klukkan 07:00 – 18:00. Fólk er beðið um að vera alls ekki á ferðinni að nauðsynjulausu á meðan óveðrið gengur yfir.

 

Allt skólahald fellur niður í Fjarðabyggð fimmtudaginn 6. Febrúar. Móttökustöðvar Fjarðabyggðar verða einnig lokaðar í dag, miðvikudag og fimmtudag.

Förum varlega, fylgjumst með veðrinu og verum ekki á ferðinn að óþörfu. Tryggjum lausamuni, sorptunnur og skýli og annað sem tekið getur á loft í veðri sem þessu.🌬️

Vinsamlegast fylgist mjög vel með veðurspám.

https://www.vedur.is/vidvaranir