Skólahlaupið 2024

6. bekkur með X-factor bikarinn.
6. bekkur með X-factor bikarinn.

Baráttudagur gegn einelti

Í dag, 8. nóvember, er Baráttudagur gegn einelti. Markmið dagsins , er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Það var söngstund í morgun tileinkaður þessum degi og við sungum lögin:

Ég er glaðasti hundur í heimi.

Ekkert einelti.

Ég er vinur þinn.

Við viljum frið.

Enga fordóma

Skólahlaup 2024

Eftir hádegi var Skólahlaupið 2024 og það var sannkallað fjör undir stjórn Halldórs íþróttakennara. Hlaupið byrjaði hjá skólavellinum og framhjá Sjóminjasafninu, upp Túngötu og yfir Lambeyrarána að körfuboltavellinum. Nemendur höfðu 30 mínútur til þess að fara eins marga hringi og þau gátu fyrir bekkinn sinn og einnig fyrir skólann. Nemendur voru hvattir til að taka þátt á sínum forsendum, hvort sem það er að labba, skokka eða hlaupa, allt eftir eigin getu.

Það var mikil stemning hjá krökkunum og kennurum, þegar fyrsta Skólahlaup í Eskifjarðarskóla fór fram. Gleðin tók öll völd en keppnisskapið var ekki langt undan. Nemendur 10. bekkjar stóðu uppi sem sigurvegarar að þessu sinni en þeir fengu verðuga keppni frá hinum bekkjunum. 3. bekkur stóðu uppi sem sigurvegarar á yngsta stigi. 6. bekkur fengu aukaverðlaun fyrir stjörnu eiginleika (X-factor) en bekkurinnn bjó til lag og texta sem var spilað á meðan krakkarnir hlupu. Lagið er komið inn á Youtube og hægt að hlusta á að það hér. Lagið heitir Hvert spor er sigur.

Hér má sjá bút úr textanum:

Við erum saman, með virðingu í farteskinu,
Leikni okkar skín í gegnum hvert eitt spor,
Með þekkingu og áræði, við verðum öll sem eitt,
Hlaupa saman, það er okkar markmið í dag.

Markmið skólans var að hlaupa 300 hringi samtals en samtals hlupu allir bekkir samtals 480 hringi. Michael Fjólar í 10. bekk hljóp 8 km á 30 mínútum og fékk Meistarabikarinn en hann hreppir sá sem hleypur flestu hringina.

Við viljum þakka lögreglunni sem kom á passaði að allt færi vel fram.

Hér eru myndir frá deginum.