Eins og allir efalaust vita verður reynt að hafa skólahald með sem eðlilegasta móti frá og með mánudaginum 4. maí. Okkur er uppálagt að halda reglur varðandi handþvott og þrifnað eins og hægt er og þó svo að nemendur megi koma saman í stærri hópum er starfsfólk beðið um að huga vel að tveggja metra reglunni sín á milli.
Stundaskrár nemenda breytast aftur í fyrra horf, skólastarf hefst hjá öllum kl. 8:00 og nemendur fá þann tímafjölda í skóla sem áður var. Skólinn opnar kl. 7:50 fyrir alla nemendur. Nemendur 1. – 6. bekkjar nota aðalinngang skólans en nemendur 7. – 10. bekkjar nota áfram starfsmannainngang að ofanverðu.
Íþróttir, sund, heimilisfræði, verkgreinar og val koma aftur á dagskrá nemenda. Í íþróttum og sundi er hreinlæti kannski aldrei mikilvægara og því nauðsynlegt að nemendur fari í sturtu og hugi vel að þrifnaði.
Hádegismatur verður með sama sniði og fyrir Covidbreytingu fyrir þá nemendur sem nýta sér þá þjónustu. Við hugum vel að hreinlæti í matsal.
Því miður neyðumst við til að fella vorskemmtun skólans niður að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana sem í gildi eru.
Við biðjum foreldra vinsamlegast eins og áður að koma ekki í skólann heldur hafa samband við okkar með aðkallandi málefni á rafrænan hátt eða gegnum síma. Foreldrar koma börnum sínum að skóla og taka á móti þeim sem áður þegar þau ganga frá skóla.
Útskrift 10. bekkinga verður samkvæmt venju. Við skoðum fyrirkomulag þó nánar þegar nær dregur.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is