Smíðanemendur færa skólanum gjöf

Í dag fékk skólinn glæsilega gjöf frá hópi áhugasamra nemenda í smíði sem hafa verið að vinna undir styrkri stjórn Ragnars Valgeirs Jónssonar smíðakennara. Um er að ræða spil sem nýtist í útikennslu. Spilið nefnist Risa-Jenga. Vonumst við til þess að spilið verði nýtt sem mest og gleðji og gagnist nemendum í leik og starfi.

Færum við nemendunum og Ragnari okkar bestu þakkir fyrir.

 
 
Á myndinni má sjá Ástu Stefaníu aðstoðarskólastjóra taka á móti þessari höfðinglegu gjöf úr hendi nemendanna.