Þann 22. nóvember tóku bekkir á miðstigi og efsta stigi þátt í spurningakeppni í salnum. Friðrik Á Þorvaldsson, kennari, var með umsjón með keppninni. Það voru þrír fulltrúar úr hverjum bekk á hverju stigi sem stóðu sig gífurlega vel. Hinir nemendurnir peppuðu liðin til dáða og fylgdust spennt með.
Spurningakeppnin voru fjórar umferðir sem skiptust í: Almennar spurningar, kvikmyndir, frægar persónur og hlutir.
Miðstig
Þetta var hörð og jöfn keppni en 6. bekkur stóðu uppi sem sigurvegarar á miðstigi.
Fulltrúar fimmta bekkjar voru: Ástrós, Nadia og Hákon.
Fulltrúar sjötta bekkjar voru: Sara, Erla og Úlfur.
Fulltrúar sjöunda bekkjar voru: Óttar, Ýmir og María
Efsta stig
Keppnin á efsta stigi í ár var líka jöfn og skemmtileg sem að lokum endaði með því að 10. bekkur stóð uppi sem sigurvegari. Keppendur og áhorfendur skemmtu sér mjög vel og voru til fyrirmyndar.
Fulltrúar áttunda bekkjar voru: Tómas, Brynja og Max.
Fulltrúar níunda bekkjar voru: María Rún, Nonni og Margeir
Fulltrúar tíunda bekkjar voru: Óliver, Haukur og Eyja.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is