Stóra upplestrarkeppnin

Í keppninni lesa nemendur í 7. bekk textabrot og ljóð í tveimur umferðum. Í fyrri umferð undankeppninnar í dag voru lesnir hlutar úr verðlaunabarnabókinni Benjamín Dúfu eftir Friðrik Erlingsson. Í seinni umferð lásu nemendur ljóð sem valin höfðu verið í samráði við umsjónarkennara bekkjarins. Nemendur lásu allir af mikilli list og greinilegt hversu góðan undirbúning þeir höfðu fengið. Um undirbúning hafa séð þau Sigrún Traustadóttir, umsjónarkennari og Friðrik Á. Þorvaldsson, umsjónarkennari 8. bekkjar en hann er þrautreyndur í keppninni.

Þegar umferðunum tveimur var lokið fór þriggja manna dómnefnd afsíðis og réð ráðum sínum en á meðan nutu gestir veislu sem foreldrar nemendanna höfðu undirbúið. Eftir dágóða stund sneru dómararnir aftur og þá voru úrslitin kunngjörð. 

Fulltrúar skólans í héraðskeppninni verða þau Sveinn Sigurbjarnarson, Hansína Steinunn Kemp Tulinius Hallgrímsdóttir og Vöggur Jensson. Varamenn eru Manúela Sirrý Roman, Heba Líf Hilmisdóttir og Kristinn Már Eyþórsson.

Skólinn óskar öllum nemendunum til hamingju með frábæra frammistöðu!