Stóra upplestrarkeppnina – Lokahátíð

Nemendur í 7. bekk takast árlega á við hið ágæta verkefni sem hefur nafnið, Stóra upplestrarkeppnina. Þar æfa þeir vandaðan upplestur og allt sem honum fylgir. Sonja Einarsdóttir kennari bekkjarins stýrði sínum nemendum í verkefninu ásamt Friðrik Þorvaldssyni kennara sem aðstoðaði síðasta sprettinn.

Bekkjarhátíðin gekk vel og fulltrúar bekkjarins í lokahátíðinni voru þar valdir þau Óttar Eiríksson og Nanna Silvia Andrésdóttir. Þau öttu síðan kappi við aðra fulltrúa skólanna í Fjarðabyggð, miðvikudaginn 26. mars. Sú keppni fór fram í Eskifjarðarkirkju. Fulltrúar Eskifjarðarskóla stóðu sig með mikilli prýði og svo fór að Óttar stóð uppi sem sigurvegari keppninnar sem er mikill heiður fyrir hann og skólann okkar. Við óskum þeim Óttari og Nönnu innilega til hamingju með frábæran upplestur, það var mikill sómi að þeirra flutningi.