Sumarkveðja frá Eskifjarðarskóla

Góðan daginn kæru foreldrar,

Skólaárið 2023-2024 hefur gengið vel hjá okkur. Við fengum aftur inn neðstu hæðina á skólaárinu. Enn eru tvær stofur lokaðar en við vonum að loknum framkvæmdum þetta sumarið fáum við allan skólann í gagnið.  

Íþróttir voru þetta skólaárið í nýja íþróttahúsinu á Reyðarfirði og munum við næsta skólaár keyra á Reyðarfjörð tvo daga í viku og fá aðstöðu í nýja íþróttahúsinu.

 

Skólaárið hefur gengið vel að okkar mati. Við héldum fyrsta skólaþingið okkar þar sem markmiðið var vinna að úrbótum eftir nemendakönnun Skólapúlsins. Skólaþingsnefnd Eskifjarðarskóla hefur tekið saman nokkur atriði sem verða áberandi í starfi okkar n.k. skólaár um hvern umbótaþátt sem unnið var með. Hægt er að skoða þessi atriði hér. Starfsfólk skólans, ásamt nemendum og í samstarfi við foreldra ætlum að vinna að þessum markmiðum að heilindum og vonum að það beri árangur þegar nemendur taka Skólapúlsinn n.k. október og apríl. Við höfum ákveðið að halda aftur Skólaþing á næsta skólaári og ætlum að einnig að hafa foreldraþing til að vinna eftir umbótaáætlun vegna niðurstaðna foreldrakönnunar sem tekin var í febrúar 2024. Við viljum benda á að við höfum fest dagsetningar á foreldraþingi í október og Skólaþingi í mars á skóladagatalið okkar. Það er aðgengilegt á heimasíðu skólans. Við ætlum einnig að halda opinn dag fyrir foreldra 27. september n.k. 

Við sendum póst 27. maí sl. um hverjir verða umsjónarkennarar í Eskifjarðarskóla skólaárið 2024-2025.

Það verða breytingar í starfsmannahópnum okkar frá og með næsta skólaári.  Starfsmenn sem eru að hætta hjá okkur eru Anna Björg Sigurðardóttir, Joanna Katarzyna Mrowiec og Kamilla Borg Hjálmarsdóttir taka sér launalaust leyfi, Rannveig Jóhannsdóttir hættir hjá okkur sem sérkennari. Í vetur hafa starfað hjá okkur Thelma Rún Fossberg, Lísbet Stella Óskarsdóttir, Huldís Snæbjörnsdóttir, Andrea Birna Aðalsteinsdóttir og þökkum við þeim kærlega fyrir samstarfið. Sigurjón Kristjánsson lauk störfum í skólanum og þökkum við honum kærlega fyrir gott starf í þágu skólans sem og samstarfið. 

Enn á eftir að ráða inn í Dvölina  og munum við láta vita með haustinu þegar ráðið hefur verið í störfin. Einnig á eftir að fullráða í kennara hópinn sem og stöðu þroskaþjálfa. 

Við skólastjórnendur vinnum bæði heima og í skólanum eftir daginn í dag fram til 6.ágúst. Ef foreldrar þurfa að ná á skólastjórnendur er hægt að senda póst á stjórnendur og við svörum eins fljótt og hægt er.

Stundatöflur nemenda verða tilbúnar á mentor eftir 6. ágúst n.k.

Skóli hefst með foreldraviðtölum þriðjudaginn 22. ágúst og fyrsti skóladagur skv. stundaskrá 23. ágúst.

Bókun í foreldraviðtöl verður auglýst í ágúst.

 

Við hlökkum til komandi skólaárs.

 

Takk fyrir veturinn.

 

Sumarkveðja,

Sigrún, Jóhanna G og Jóhanna Rut